Áfengi, eiturlyf og samkynhneigð

Maysaloun Hamoud, leikstjóri Bar Bahar.
Maysaloun Hamoud, leikstjóri Bar Bahar. AFP

Menningarátökin í kvikmyndinni Bar Bahar hefjast þegar Nur, sem er íhaldssamur múslimi með slæðu, flytur inn í íbúð með tveimur öðrum arabískum konum í Ísrael. Þar kynnist Nur nýjum heimi þar sem eiturlyf og áfengi eru allsráðandi í veisluhöldum.

Þetta er fyrsta kvikmynd Maysaloun Hamoud í fullri lengd og þrátt fyrir að hún hafi átt von á hörðum viðbrögðum átti hún ekki von á því sem mætti henni þegar myndin var frumsýnd í Ísrael í síðasta mánuði. Það hefur allt verið á suðupunkti, ekki bara á samfélagsmiðlum heldur í menningarumræðunni og Hamoud hafa jafnvel borist líflátshótanir.

Aðalpersónur myndarinnar Bar Bahar.
Aðalpersónur myndarinnar Bar Bahar. Stilla úr myndinni

Hamoud, sem er arabi frá Galileu, tekur á nánast öllu því sem er forboðið í samfélagi araba í Ísrael: eiturlyfjum, áfengi og samkynhneigð.

Í myndinni er fjallað um samskipti þriggja kvenna sem búa saman: Salma, Leila og Nur. Salma er hafnað af kristinni fjölskyldu sinni fyrir að vera lesbía á meðan Leila yfirgefur unnusta sinn þegar hún áttar sig á því að hann er íhaldssamari en hann þykist vera. En umfram allt er þetta saga Nur, sem kemur frá borginni  Umm al-Fahm sem er eitt helsta vígi íslömsku hreyfingarinnar, Islamic Movement, sem er nátengd hugmyndafræði Bræðralags múslima. Nur er í upphafi myndarinnar miður sín yfir viðhorfum samleigjenda en sterk og góð vinátta myndast með þeim þegar líður á myndina. 

Nur fjarlægist íhaldssamar skoðanir fjölskyldunnar og hefðir, meðal annars með því að slíta sambandinu við unnusta sinn, harðlínumanninn Wissam, eftir að hann nauðgar henni. Ekkert er dregið undan í myndinni þar sem nauðgunarsenan er sýnd. 

Kvikmyndin hefur þegar verið frumsýnd í Bandaríkjunum og ber þar titilinn In Between og fékk hún þrenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni í fyrra.

Variety segir myndina sannfærandi og Hollywood Reporter hrósar henni í hástert. En íbúar Umm al-Fahmeru ekki mjög hrifnir. Sveitarfélagið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem myndin er fordæmd og ekkert sé hæft í því sem komi fram í myndinni. Til þess að tryggja það að borgarbúar sjái ekki myndina er hún á bannlista. 

Hamoud sem og leikkonur myndarinnar hafa allar fengið líflátshótanir eftir að myndin var frumsýnd í Ísrael. „Þeir sem tala illa um Umm al-Fahm grafa sína eigin gröf,“ skrifar einn. Annar segir: „Það ætti að skjóta þig í höfuðið og í hjartað.“

„Fyrir mig sem listamann, leikstjóra og handritshöfund sem er hluti af þessu samfélagi er það réttur minn að taka á hvaða málefni sem er sem ég tel nógu mikilvægt að tala um,“ segir Hamoud í viðtali við AFP-fréttastofuna í hverfi araba í Tel Aviv, Jaffa. 

Hún segir að það sé hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann sér myndina eða ekki. Ef fólk vilji ekki sjá hana þá eigi það einfaldlega að sleppa því. 

Fréttamaður AFP lýsir útliti hennar í viðtalinu, hún sé með stutt dökkt hár og húðflúraða handleggi. Meðal annars eitt með nafni myndarinnar skrifað með litum fána Palestínu.

Hún segir að í myndinni fjalli hún um málefni sem arabar í Ísrael tali lítt um, svo sem losta, partý þar sem kannabis er reykt og dansað. 

Umfjöllun IMDB

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason