Pamela setti upp skrautlega pappakórónu

Pamela bar kórónuna með stolti.
Pamela bar kórónuna með stolti. Skjáskot / Daily Mail

Pamela Anderson skellti sér í fögnuð hjá breska fatahönnuðinum Vivienne Westwood í gær og setti í tilefni þess upp afar skrautlega kórónu.

Leikkonan hefur á síðari árum beitt sér fyrir hinum ýmsu málum, svo sem gegn hvalveiðum Íslendinga, en hún er bæði mikill dýravinur og náttúruverndarsinni.

Frétt mbl.is: Skrifar Pútín bréf vegna hvalveiða Íslendinga

Kórónan gladdi ekki einungis augu viðstaddra, því með henni vildi leikkonan vekja athygli á hlýnun jarðar. Á hinni marglituðu kórónu mátti lesa orðið „Ecotricity“, en það er nafn á fyrirtæki sem framleiðir rafmagn með umhverfisvænum hætti.

Westwood tjáði sig einnig um kórónuna, en hún setti upp sams konar höfuðfat í veislunni.

„Kaupið minna, vandið valið og látið hlutina endast því það dregur úr ofnýtingu á auðlindum jarðar,“ sagði Westwood í orðsendingu til Daily Mail.

Westwood er umhverfisvernd ofarlega í huga og hefur hún til að mynda mætt á skriðdreka heim til Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, til að mótmæla borunum eftir olíu og gasi.

Frétt mbl.is: Vivienne Westwood mætti á skriðdreka til forsætisráðherra

Stöllurnar stilltu sér upp saman.
Stöllurnar stilltu sér upp saman. Skjáskot / Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes