Segir Trump hafa svikið hinsegin fólk

Caitlyn Jenner segir ákvörðun Trumps vera hreina hörmung.
Caitlyn Jenner segir ákvörðun Trumps vera hreina hörmung. AFP

Caitlyn Jenner er ósátt við Donald Trump, sem á dögunum tók úr gildi sérstök tilmæli sem sett voru í tíð Barack Obama og gerðu almenningsskólum skylt að leyfa trans-nemendum að notast við salerni og búningsklefa sem samræmast kynímynd þeirra.

Frétt mbl.is: Trump ógildir tilmæli um transfólk

Mikla athygli vakti á síðasta ári þegar Trump lýsti því yfir að Jenner væri velkomið að notast við það salerni sem hún kysi í byggingum hans. Yfirlýsing Trumps kom í kjölfar þess að umdeild lög voru sett í Norður-Karólínuríki, sem sögðu til um að transfólk þyrfti að notast við almenningssalerni sem ætluð væru fæðingarkyni þeirra.

Frétt mbl.is: Caitlyn Jenner tók Trump á orðinu

Jenner, sem sjálf er repúblikani, deildi myndbandi á samfélagsmiðlum sínum þar sem hún gagnrýnir ákvörðun Trumps harðlega. Þá segir hún hann hafa svikið loforð sitt um að standa vörð um réttindi hinsegin fólks.

„Ég er með skilaboð til forsetans, frá einum repúblikana til annars. Þetta er alger hörmung, en þú getur enn kippt þessu í lag. Þú lofaðir að þú myndir standa vörð um LGBTQ-samfélagið. Hringdu í mig,“ segir Jenner í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan.

Trump ógilti tilmæli um transfólk.
Trump ógilti tilmæli um transfólk. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes