„Hvað get ég gert?“

Mæðginin Jökull Logi og Sigurdís Sóley.
Mæðginin Jökull Logi og Sigurdís Sóley. Ljósmynd/aðsend

Hvað fær 27 ára einstæða móður með ADHD til að ráðast í það stóra verkefni að halda risatónleika í Hörpu til styrktar björgunarsveitunum?

Sigurdís Sóley Lýðsdóttir, stuðningsfulltrúi og móðir hins þriggja ára gamla Jökuls Loga, segist hafa setið uppi í sófa eitt kvöldið og heyrt enn einar fréttirnar af þrekvirki björgunarsveitanna sem mikið hefur á mætt í vetur og hugsað með sér: „Hvað get ég gert?“

Tónleikarnir Stöndum þétt saman fara fram í Eldborgarsal Hörpu 1. mars og hefur Sigurdís fengið fjölda þjóðþekktra listamanna og fleiri styrktaraðila til liðs við sig til að láta tónleikana verða að veruleika. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína, þar með talið tónlistarfólk og tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa og rennur ágóði miðasölunnar til Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Ekki aftur snúið þegar búið var að „negla“ Hörpu

„Maður hlakkar náttúrulega bara rosalega til,“ segir Sigurdís í samtali við mbl.is, en viðurkennir þó að hún hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.

„Maður bara sat þarna uppi í sófa og í allan vetur búið að vera eitthvað í gangi hjá þeim sem setti bara punktinn yfir i-ið gjörsamlega,“ segir Sigurdís um hvernig það kom til að hún ákvað að halda tónleikana. Leitin að Birnu Brjánsdóttur er aðeins eitt dæmi af talsvert mörgum umfangsmiklum verkefnum sem björgunarsveitirnar hafa sinnt í vetur og hugsaði Sigurdís því með sér hvað hún gæti gert til að leggja sitt af mörkum. „Og hugmyndin komst á skrið og það fór eitthvað í hausnum á mér og ég fór á fullu að skrifa,“ útskýrir Sigurdís.

Jökull Logi og Sigurdís Sóley.
Jökull Logi og Sigurdís Sóley. Ljósmynd/aðsend

Hún skrifaði ótal skilaboð og tölvupósta í nokkra klukkutíma um nóttina og þegar hún kíkti í tölvuna daginn eftir varð henni ljóst að viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Ég viðurkenni alveg að daginn eftir var ég bara; hvað var ég að gera?“ segir Sigurdís hlæjandi, svo jákvæð voru viðbrögðin. „Náttúrulega þegar maður var búinn að negla Hörpuna þá var ekki séns að það væri aftur snúið.“

„Hvatvísa óþekka barnið“

„Ég fæ svona hugmynd stundum í kollinn; mér finnst hún góð, mér finnst hún fábær,“ segir Sigurdís, en oft hugsi hún hugmyndina kannski ekki til enda. Sigurdís segir hvatvísi sína og ofvirkni hafa í gegnum tíðina stundum komið sér í koll en hvað tónleikana varðar sér hún þó ekki eftir neinu. Hún greindist seint með ADHD og segir hún að í æsku hafi hún verið „hvatvísa óþekka barnið“ og ekki alltaf uppáhaldsnemandinn hjá kennurum.

„Með mína hvatvísi fór ég bara í framkvæmdir og áður en ég vissi af þá fékk ég mjög jákvæð viðbrögð frá tónlistarfólki, Hörpu og Guðna forseta. Þá gat ekkert stoppað mig, ég vildi fara með þetta alla leið og gerði það. Hugtakið „stöndum þétt saman“ kom því það er alveg ótrúlegt að sjá samstarfið sem við getum afrekað þegar við vinnum öll saman.

Forsetinn og fjöldi listamanna

Á tónleikunum koma fram þau Jón Jónsson, Páll Óskar, Stefán Hilmarsson, Eyþór Ingi, María Ólafs, Friðrik Dór, Jóhanna Guðrún, Haukur Heiðar og Ragnar Bjarnason ásamt hljómsveit. Þá mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpa tónleikagesti en kynnir kvöldsins er skemmtikrafturinn og Snapchat-stjarnan Eva Ruza.

Sjálf hefur Sigurdís ekki fylgst með hvernig miðasalan gengur á tónleikana en hvetur alla þá sem vilja leggja sitt af mörkum með því að hlýða á ljúfa tóna til að næla sér í miða. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á vef Hörpu og á tix.is.

Ljósmynd/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason