Vona að Úkraínumönnum snúist hugur

Söngkonan Yuliya Samoilova.
Söngkonan Yuliya Samoilova. AFP

Rússnesk stjórnvöld sögðust í dag vona að Úkraínumenn muni endurskoða ákvörðun sína um að banna rússneskri söngkonu að taka þátt í Eurovision vegna illdeilna um Krímskagann.

Aðalkeppni Eurovision fer fram í Kænugarði í maí.

„Frá okkar sjónarhorni er þetta ósanngjörn ákvörðun. Þetta er óheppilegt,“ hefur AFP eftir talsmanni rússneskra stjórnvalda, Dmitry Peskov.

Úkraínska leyniþjónustan setti í gær rússnesku söngkonuna Yuliya Samoilova í þriggja ára inngöngubann til Úkraínu fyrir að hafa farið ólöglega inn á Krímskaga árið 2015.

Rússar vonast til þess að Úkraínumenn snúi ákvörðun sinni við fyrir keppnina í maí svo að Samoilova geti tekið þátt. Peskov gagnrýndi ákvörðunina harðlega og sagði Samoilova „mikilvægan keppanda“ og að ákvörðunin „felli gengi keppninnar“.

Samoilova sagðist í gær bjartsýn á að Úkraínumenn myndu skipta um skoðun. „Yfir höfuð er ég ekki í uppnámi. Ég held áfram. Einhvernvegin held ég að allt muni breytast.“

Hún bætti við að hún sæi ekki hvaða „ógn“ úkraínsk stjórnvöld sæju í „lítilli stelpu eins og mér“.

Rússnesk sjónvarpsstöð lýsti því yfir í gær að ef Rússland fái ekki að taka þátt sé möguleiki á að Rússar muni ekki einu sinni sýna keppnina í sjónvarpi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes