Gosling útskýrir flissið á Óskarnum

Ryan Gosling gat ekki annað en hlegið.
Ryan Gosling gat ekki annað en hlegið. skjáskot/BBC

Ryan Gosling hefur loksins útskýrt af hverju hann hafi ekki geta hætt að flissa á Óskarsverðlaunahátíðinni þegar í ljóst kom að La la Land, þar sem hann fer með annað aðalhlutverkið, hafi ekki verið valin besta mynd ársins.

BBC greindi frá því að Gosling var kominn upp á svið með öðrum aðstandendum myndarinnar þegar misskilningurinn kom í ljós. Gosling segist hafa séð skelfingarsvip á gestum hátíðarinnar og starfsfólk á hlaupum, svo hann hafi óttast að eitthvað mjög alvarlegt hafi komið fyrir. Þegar loksins var tilkynnt að Moonlight hafi farið með sigur af hólmi hafi honum verið svo létt að hann hafi ekki geta haldið hlátrinum niðri.

„Í sannleika sagt fannst mér frábært að Moonlight hafi unnið. Þetta er byltingarkennd mynd, gerð fyrir milljón dollara (110 milljónir króna) og er ótrúlegt afrek. Ég samgleðst þeim innilega fyrir viðurkenninguna,“ segir Gosling.

Damien Chazelle, Emma Stone og Ryan Gosling.
Damien Chazelle, Emma Stone og Ryan Gosling. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes