Pepsi tekur auglýsinguna úr birtingu

Kendall Jenner gengur til liðs við mómælendur. Klædd eins og …
Kendall Jenner gengur til liðs við mómælendur. Klædd eins og friðarsinnar sjöunda áratugarins gengur hún upp að lögreglumanni og gefur honum Pepsi. Skjáskot/Youtube

Gosdrykkjarisinn Pepsi segist hafa tekið umdeilda auglýsingu sína úr dreifingu, þar sem raunveruleikastjarnan Kendall Jenner sést meðal annars ganga í lið með mótmælendum áður en hún færir lögreglumanni Pepsi-dós.

Auglýsingin hefur þótt vægast sagt umdeild og verið höfð að háði og spotti á samfélagsmiðlum, þar sem margir fullyrða að Pepsi sé með auglýsingunni að reyna að græða á baráttu fólks fyrir mannréttindum.

„Pepsi var að reyna að koma á framfæri hnattrænum skilaboðum um samstöðu, frið og skilning. Við misstum augljóslega marks, og biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

„Við ætluðum ekki að grínast með alvörumál. Við erum að fjarlægja efnið og stöðva frekari dreifingu. Við biðjumst einnig afsökunar á því að hafa sett Kendall Jenner í þessa stöðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes