Pepsi tekur auglýsinguna úr birtingu

Kendall Jenner gengur til liðs við mómælendur. Klædd eins og …
Kendall Jenner gengur til liðs við mómælendur. Klædd eins og friðarsinnar sjöunda áratugarins gengur hún upp að lögreglumanni og gefur honum Pepsi. Skjáskot/Youtube

Gosdrykkjarisinn Pepsi segist hafa tekið umdeilda auglýsingu sína úr dreifingu, þar sem raunveruleikastjarnan Kendall Jenner sést meðal annars ganga í lið með mótmælendum áður en hún færir lögreglumanni Pepsi-dós.

Auglýsingin hefur þótt vægast sagt umdeild og verið höfð að háði og spotti á samfélagsmiðlum, þar sem margir fullyrða að Pepsi sé með auglýsingunni að reyna að græða á baráttu fólks fyrir mannréttindum.

„Pepsi var að reyna að koma á framfæri hnattrænum skilaboðum um samstöðu, frið og skilning. Við misstum augljóslega marks, og biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

„Við ætluðum ekki að grínast með alvörumál. Við erum að fjarlægja efnið og stöðva frekari dreifingu. Við biðjumst einnig afsökunar á því að hafa sett Kendall Jenner í þessa stöðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes