Ítölum spáð sigri í Eurovision

Francesco Gabbani er spáð sigri í Eurovision þegar að fimm …
Francesco Gabbani er spáð sigri í Eurovision þegar að fimm vikur eru í keppnina. Af vef Rai 1

Ítölum er spáð sigri í Eurovision í ár samkvæmt helstu veðbönkum heims. Framlag Ítala, lagið Occidentali's Karma sem er flutt af söngvaranum Francesco GabbaniSamkvæmt samantekt Eurovisionworld.com hefur Gabbani verið spáð sigri frá  því í febrúar, eiginlega bara frá því að lagið vann undankeppnina í Ítalíu.

Eins og við vitum getur margt breyst á þeim rúma mánuði sem er i keppnina og því þarf ekki endilega að þýða að keppnin fari svona. Eurovisionworld tekur saman niðurstöður helstu veðbanka heims og ef topp 10 listinn er skoðaður eru róleg lög nokkuð meira áberandi en hress popplög.

Ítalska lagið er hinsvegar töluvert hresst og fjallar, að sögn söngvarans, um austræna menningu og hvernig hún heillar Vesturlönd. Enda er titill lagsins þýddur á ensku sem „Westerner‘s Karma“ eða „Karma vesturlandabúans“.

Búlgaranum Kristian Kostov er spáð öðru sæti eins og staðan núna en hann flytur lagið Beautiful Mess. Kostov er yngsti keppandi keppninnar í ár en hann er fæddur 15. mars árið 2000 í Moskvu. Faðir hans er Búlgari en móðir hans kemur frá Kazakstan. Það er vel hægt að skilgreina Beautiful Mess sem ballöðu en lagið má heyra hér að neðan.

Þá er Svíum spáð þriðja sæti í keppninni ár. Framlag Svía í ár er lagið I Can‘t Go On sem flutt er af söngvaranum Robin Bengtsson. Lagið er frekar hresst popplag, á skjön við ballöðurnar sem fylgja á listanum. Flutningur Bengtsson á laginu í Melodifestivalen vakti athygli en hann syngur lagið labbandi á hlaupabretti.

Belgum er spáð góðu gengi í ár eða fjórða sæti samkvæmt nýjustu tölum. Framlag Belga, City Lights er flutt af hinni 17 ára gömlu Blanche. Hún skaust á sjónarsviðið eftir að hún tók þátt í The Voice í Belgíu.

Portúgalar eru settir í fimmta sæti keppninnar á Eurovisionworld en þeir snúa núna aftur í keppnina eftir að hafa tekið sér hlé í fyrra. Salvador Sobral flytur lagið Amar Peols Daois sem var samið af systur hans Luisa. Salvador fæddist í Lissabon árið 1989 og kom fyrst fram opinberlega árið 2009 í portúgalska Idolinu.

Ástralar taka þátt í keppninni í þriðja skiptið ár með lagið Don‘t Come Easy sem er flutt af söngvaranum Isaiah. Hann er 17 ára gamall og sló í gegn í The X Factor Australia árið 2015 þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. Isaiah er spáð sjötta sæti.

Armenar koma sterkir inn í keppnina í ár með lagið Fly With Me sem er spáð sjöunda sæti. Fulltrúi þeirra í ár er söngkonan Artsvik. Hún fæddist í Armeníu árið 1984 en fluttist ung til Rússlands. Hún sneri síðan aftur til heimalandsins á síðasta ári. Hafði það verið draumur hennar að vera fulltrúi Armeníu í Eurovision og rætist hann núna í maí.

Aserum er spáð 8. sæti eins og staðan er í dag með lagið Skeletons sem er flutt af söngkonunni Diana Hajiyeva, sem kallar sig Dihaj. Hún er sprenglærður tónlistarmaður og hefur m.a. verið við tónlistarnám í Lundúnum.  Dihaj er nokkuð þekkt í heimalandi sínu og hefur verið í nokkrum hljómsveitum. Hún segir lagið nokkuð ögrandi og að flutningurinn á laginu verði „öðruvísi“.

Umtalaðasta lagi keppninnar, Flame is Burning í flutningi Yuliu Samoilova, er spáð níunda sæti. Það sem gerir lagið svona sérstakt er að það mun mögulega ekki að taka þátt vegna deilna milli gestgjafanna, þ.e. Úkraínumanna og Rússa. Í síðasta mánuði greindu Úkraínumenn frá því að Samoilova yrði ekki hleypt inn í landið vegna ólöglegrar inngöngu hennar inn á Krímskaga árið 2015. EBU segist nú vera að reyna að leysa málið og samkvæmt opinberum gögnum mun Samoilova vera þriðja á svið í seinni forkeppninni 11. maí.

En ef við einbeitum okkur að Samoilova sjálfri þá er hún fædd árið 1989 og en hún hafnaði í öðru sæti í rússneska X Factor árið 2013. Hún hefur einnig unnið fjölmörg verðlaun og tók jafnframt þátt í opnunarathöfninni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi árið 2014.

Samoilova segir sér hafa dreymt um að taka þátt í Eurovision alla ævi, en eins og flestir vita er nú mikil óvissa um hvort að sá draumur verði að veruleika.

Laginu var spáð mjög góðu gengi eftir að það var kynnt af rússnesku sjónvarpsstöðinni Channel 1 í byrjun mars og fór það hæst í 2. sætið í spá Eurovisionworld. Lagið hefur þó lækkað töluvert síðan þá er og er nú spáð 9. sæti samkvæmt helstu veðbönkum.

Þá er Frökkum spáð 10. sætinu í keppninni en fulltrúi þeirra í ár er söngkonan Alma. Hún flytur lagið Requiem sem á að segja frá „leit hennar að endalausri ást“.

Alma byrjaði að semja tónlist þegar hún flutti frá Frakklandi til þess að öðlast gráðu í viðskiptafræði. Eftir það ákvað hún þó að tileinka tónlist líf sitt og flutti til Parísar. Fyrsta platan hennar verður gefin út aðeins nokkrum dögum fyrir keppnina eða 5. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav