Rússar ætla ekki að sýna Eurovision

Undirbúningur fyrir Eurovision-keppnina í Kænugarði er löngu hafinn.
Undirbúningur fyrir Eurovision-keppnina í Kænugarði er löngu hafinn. AFP

Rússneska ríkissjónvarpsstöðin Channel One mun ekki sýna Eurovison-keppnina í næsta mánuði. Skýringin er sú að keppanda Rússa hefur verið bannað að koma til Úkraínu þar sem keppnin fer fram í ár. Þar með er ljóst að þátttaka Rússa í keppninni þetta árið er alfarið úr sögunni, segir í yfirlýsingu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, aðstandanda keppninnar.

Yfirvöld í Úkraínu hafa neitað að leyfa fulltrúa Rússa, Juliu Samoilovu, að koma til landsins þar sem hún hafi að þeirra sögn farið með ólöglegum hætti inn á Krímskaga. Skaginn tilheyrði áður Úkraínu en frá árinu 2014 hafa Rússar sagt hann tilheyra sér. Úkraínumenn heimila engum sem farið hefur til Krímskaga í gegnum Rússland að koma til landsins.

EBU hefur fordæmt þetta bann og bauðst til að leyfa söngkonunni að koma fram í keppninni með því að sjónvarpa atriði hennar um gervihnött frá Rússlandi. Það vildu Rússar ekki heyra minnst á. Talsmenn EBU segja að með aðgerðum sínum séu Úkraínumenn að grafa undan stoðum Eurovision sem á að vera ópólitísk keppni og samkoma allra Evrópulanda. 

„Þetta þýðir því miður það að Rússar munu ekki lengur geta tekið þátt í keppninni í ár,“ segir í yfirlýsingu EBU. „Við vildum svo gjarnan að öll 43 löndin myndu geta tekið þátt og gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að svo mætti verða.“

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes