Tyrknesk ungmenni elska SKAM

Persónur þáttanna eru að mati tyrkneskra unglinga sannfærandi. Þau segja …
Persónur þáttanna eru að mati tyrkneskra unglinga sannfærandi. Þau segja þættina endurspegla hugarheim unglinga vel.

Tyrkneskir unglingar eru hissa á jafnöldrum sínum í Noregi að skemmta sér hvern föstudag. En þau elska Yousef sem kemur fram í fjórðu þáttaröð SKAM. Því að hann er tyrkneskur.

Norsku sjónvarpsþættirnir SKAM eru farnir að slá í gegn víða um heim, m.a. í Tyrklandi.

„Ég held að SKAM sé svona vinsælt því í þáttunum er tekið á ýmsum málum til dæmis fordómum gegn samkynhneigðum, jafnrétti kynjanna, líkamsímynd og nauðgunarkúltúr. Þeir fjalla ekki bara um hóp af norskum unglingum heldur um að finna sitt eigið sjálf,“ segir Zeynep Yanmaz í samtali við norska ríkissjónvarpið, NRK, sem framleiðir þættina. Hún er þýðandi og þýðir þættina á tyrknesku. Hún sagðist hafa heyrt mikið um þættina og ákveðið í kjölfarið að þýða þá. 

Í frétt NRK segir að upphaflega hafi verið markmiðið með þáttum að styrkja sjálfsmynd ungra, norskra kvenna og fjalla um hluti í þeirra menningu og umhverfi sem hingað til hefur verið þagað yfir. Nú er ljóst að fleiri en aðeins þessi hópur hefur áhuga tengir við persónur þáttanna. 

„Þættirnir styrkja pottþétt ungar stelpur hér [í Tyrklandi] líka. Sérstaklega persóna Noru. Hún er hetja í mínum augum,“ segir Melis Ozbardakci. Hún segir það hafa hjálpað sér að fylgjast með þáttunum.

Sérstök Facebook-síða um þættina hefur verið stofnuð fyrir tyrknesk ungmenni. Þar ræða þau fram og til baka um persónurnar og líf þeirra. Þættirnir eru ekki sýndir í tyrknesku sjónvarpi heldur í gegnum netið þar í landi.

Ungmennin sem NRK ræðir við segir að þættir á borð við SKAM myndu aldrei verða sýndir í tyrknesku sjónvarpi. Þar mætti t.d. ekki segja orðið „hommi“. 

Unglingar í Tyrklandi segja norska jafnaldra sína fara oft út að skemmta sér. Þau hafi mörg hver aldrei gert það, þó þau séu sautján ára. „En þau lifa því lífi sem við vildum lifa,“ segir ein stúlka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason