Mamma Mia snýr aftur

Christine Baranski, Meryl Streep og Julie Walters í kvikmyndinni Mamma …
Christine Baranski, Meryl Streep og Julie Walters í kvikmyndinni Mamma Mia frá árinu 2008.

Framhald dans- og söngvamyndarinnar Mamma Mia, sem sló í gegn um allan heim fyrir áratug, er í undirbúningi og hafa leikararnir Meryl Streep, Amanda Seyfried, Pierce Brosnan og Colin Firth samþykkt að endurtaka leikinn. 

Fyrri myndin byggði á samnefndum söngleik sem var fyrst settur upp á Broadway í New York. Söngleikurinn var frumsýndur hér á landi í mars í fyrra og er enn sýndur fyrir fullu húsi. Þetta ættu því að vera gleðitíðindi fyrir landsmenn.

Sem fyrr verður tónlist sænsku popphljómsveitarinnar ABBA í forgrunni, m.a. lög sem náðu ekki að hljóma í fyrri myndinni, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins.

Stefnt er að því að frumsýna kvikmyndina, sem ber heitið Mamma Mia: Here We Go Again, í júlí 2018. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ol Parker mun skrifa handritið og leikstýra myndinni. 

Þeir Benny Andersson og Björn Ulvaeus, liðsmenn ABBA, munu framleiða myndina. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes