Er hamingjusamlega gift lestarstöð

Carole fyrir framan lestarstöðina í Santa Fe í Kaliforníu.
Carole fyrir framan lestarstöðina í Santa Fe í Kaliforníu. skjáskot/The Telegraph

Hin 45 ára Corol býr í Kaliforníu og það gerir konan hennar líka. Enda væri erfitt fyrir þær að flytja þar sem konan hennar er lestarstöð. 

Samkvæmt The Telegraph giftist Carol lestarstöð í Santa Fe í Kaliforníu fyrir einu og hálfu ári síðan. En hjónabandið hefur þó ekki verið viðurkennt af hinu opinbera. 

„Þegar ég giftist, stóð ég þarna og sagði henni að ég tæki hana sem maka minn,“ sagði Carol en hún kallar lestarstöðina Daidaru. „Þetta var hamingjusamasti dagur lífs okkar.“

Carol fer að heimsækja Daidara á hverjum degi en það tekur hana 45 mínútur að fara með strætó til eiginkonu sinnar. En hún labbar meðfram henni og talar við hana í heimsóknunum. 

„Þegar ég snerti ég hana finnst mér eins og hún haldi um mig og kyssi mig. Ég stunda ekki kynlíf með lestarstöðinni á almannafæri ég vil vera kurteis,“ sagði Carol. „Ég myndi ekki gera það með manneskju á almannafæri af hverju ætti ég að gera það í þessu tilviki?“

Á meðan flestir eru gagnkynhneigðir, samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir þá er heillast Carol af hlutum og í þessu tilviki lestarstöð. Carol er ekki eina konan sem heillast af hlutum en vitað er um 40 slíkar konur í heiminum margar af þeim eru með Asperger. 

Carol og lestarstöðin Daidara.
Carol og lestarstöðin Daidara. skjáskot/The Telegraph
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes