Kardashian með Kennedy skart

Hér má sjá forsetafrúnna með úrið á vinstri hönd.
Hér má sjá forsetafrúnna með úrið á vinstri hönd. mbl/skáskot

Cartier armbandsúr Jackie Kennedy seldist fyrir 50 milljónir króna á uppboði í New York borg en það var raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem var með hæsta boð.

Úrið er 18 karata gull og frá árinu 1962, sem er ári eftir að Kennedy varð forsetafrú Bandaríkjanna og ári áður en maður hennar var myrtur.

Áætlað verð á úrinu var á bilinu 6 - 12 milljónir en Kardashian bauð vel yfir verðið og setti nýtt met þar sem þetta er dýrasta Cartier úr sem selst hefur. Upprunalega kostaði úrið aðeins nokkra hundruð dollara, eða um 30 þúsund krónur.  

Raunveruleikastjarnan bauð nafnlaust í úrið en Kardashian hefur talað mikið um það í fjölmiðlum að hún ætli að vera með minna áberandi skartgripi eftir að hún varð fórnalamb vopnaðs ráns í október síðastliðnum.  

Úrið fékk Kennedy sem gjöf frá mági sínum til að minnast göngu sem hann gekk fyrir hönd forsetans. Gangan var hluti af herferð forsetans að hvetja almenning til að hreyfa sig meira og hafði forsetafrúin hvatt mág sinn til að taka þátt.  

Þetta er dýrasta Cartier úr sem selst hefur
Þetta er dýrasta Cartier úr sem selst hefur mbl/skjáskot
Í úrið er grafið “Stas to Jackie 23 Feb. 63 …
Í úrið er grafið “Stas to Jackie 23 Feb. 63 2:05 AM to 9:35 PM,” mbl/skjáskot
Kim Kardashian keypti úr Jackie Kennedy nafnlaust.
Kim Kardashian keypti úr Jackie Kennedy nafnlaust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes