Létu karlrembu ekki stoppa sig

Einn af rithöfundum bókarinnar Elena Favili.
Einn af rithöfundum bókarinnar Elena Favili. mbl/Instagram

Athafnakonur sem þurftu að þola mikið kynjamisrétti á starfsferli sínum gáfu út bók sem selst betur en mest selda bók í heimi, Harry Potter.

Enginn fjárfestir tók Elenu Favili og Francescu Cavallo alvarlega þar sem þeir blikkuðu þær og gerðu grín að þeim á fundum.

Þær létu það samt ekkert á sig fá og ákvaðu að gefa út bækur sínar sjálfar án hjálpar útgefanda eða fjárfesta. Nú selst bók þeirra svo hratt að hún er á lista yfir mest seldu bækur í Bretlandi.

Bókin ber heitið Kvöldsögur fyrir óvenjulegar stelpur og inniheldur 100 sögur af kraftmiklum konum frá mismunandi löndum, tímum og ferlum. Til dæmis má nefna sögur af Serena Williams, Kleópötru og Malala Yousafzai.

Bók númer tvö er á leiðinni með sögur af meðal annars Beyoncé og J.K Rowling.

Elena og Fransesca sögðu í viðtali við DailyMail að þær vonuðu að sögurnar veiti ungum stelpum innblástur til að berjast fyrir draumum sínum og trúa á sjálfar sig.

Þær bættu við að flestallar barnasögur feli í sér miklar staðalímyndir um það hvernig strákar eiga að vera og stelpur eiga að vera og innihalda sjaldan sögur af kraftmiklum konum.

Kvöldsögur fyrir óvenjulegar stelpur.
Kvöldsögur fyrir óvenjulegar stelpur. mbl/Amazon
Höfundar bókarinnar létu karlrembu ekki á sig fá.
Höfundar bókarinnar létu karlrembu ekki á sig fá. mbl/Instagram
Bókin er fallega skreytt.
Bókin er fallega skreytt. mbl/amazon
mbl/amazon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes