Banna Despacito

Daddy Yankee og Louis Fonsi í myndbandinu við Despacito. Yfirvöld …
Daddy Yankee og Louis Fonsi í myndbandinu við Despacito. Yfirvöld í Malasíu telja kynferðislegan texta lagsins ekki eiga að heyrast. Skjáskot af Youtube

Yfirvöld í Malasíu hafa bannað spænska lagið Despacito, sem heyrst hefur á öllum útvarpsstöðvum og skemmtistöðum í sumar og er nú mest spilaða lag allra tíma. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir Salleh Said Keruak, samgöngu- og samskiptaráðherra landsins.  

Sagði ráðherrann lagið vera „óíslamskt“, en meirihluti íbúa Malasíu er múslimar og því hefði ráðuneyti hans ákveðið að banna ríkisreknum útvarpsstöðvum að spila lagið.

„Despacito verður ekki spilað á stöðvum í eigu ríkisins af því að okkur hafa borist kvartanir frá almenningi. Texti lagsins er ekki þess eðlis að hann eigi að heyrast,“ sagði Salleh og kvaðst vonast til að einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar fylgi þessu fordæmi.

„Við hvetjum einkareknar malasískar stöðvar til að ritskoða sjálfar sig,“ bætti hann við.

Texti Despacito, sem upphaflega var sungið af púretóríska rapparanum Daddy Yankee, geymir margar kynferðislegar tilvísanir. Eftir að lagið var endurútgefið í janúar í flutningi þeirra Justin Bieber, Daddy Yankee og Luis Fonsi hefur það verið spilað 4,6 milljarða skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes