Sakaðir um að hvítþvo Beyoncé

Vaxmynd Madame Tussauds af Beyoncé er frekar ólík söngkonunni.
Vaxmynd Madame Tussauds af Beyoncé er frekar ólík söngkonunni. skjáskot/Twitter

Beyoncé er ein af þekktustu manneskjum heims og er erfitt að finna vestræna manneskju sem þekkir hana ekki. Þrátt fyrir það lítur út fyrir að starfsmenn vaxmyndasafnsins Madame Tussauds viti ekkert hvernig söngkonan lítur út.

Vaxmyndasafnið tilkynnti í gær á Twitter-síðu sinni að þeir hefðu fært styttu söngkonunnar frá London til New York og hvöttu aðdáendur hennar til þess að kíkja við og sjá hana. En tilkynningin fékk ekki jákvæð viðbrögð þar sem aðdáendum söngkonunnar fannst styttan ekkert líkjast Beyoncé.

Margir notendur sökuðu hönnuði styttunnar um að hafa „hvítþvegið“ Beyoncé þar sem vaxmyndin af söngkonunni er frekar ljós á hörund. 

Aðrir sögðu hana mun líkari Britney Spears, Lindsay Lohan eða jafnvel Taylor Swift. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren