Kardashian tjáir sig um Obamacare

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian tók sig til í gær og birti skoðun sína á heilbrigðismálum Bandaríkjanna á Twitter í gær.

Í tístinu hvetur hún fólk til þess að hafa samband við öldungadeildarþingmenn sína og segja þeim að kjósa nei í kosningum um að afnema Obamacare þar sem hún standi með heilsugæslustöðinni Planned Parenthood.

Kardashian er með rúmlega 54 milljónir fylgjenda á Twitter og hefur tíst hennar fengið mikil viðbrögð frá Twitter-notendum.   

Planned Parenthood rek­ur heilsu­gæslu­stöðvar fyr­ir kon­ur í Banda­ríkj­un­um og býður meðal annars upp á getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Ef Obamacare er afnumið gæti það hindrað margar konur í að notfæra sér þjónustu Planned Parenthood. 

Í gær kaus þingið gegn því að afnema Obamacare. 

Þetta er samt ekki í fyrsta skiptið sem að Kardashian tjáir sig um pólitík en í fyrra var hún mjög skýr um að hún væri harður stuðningsmaður Hillary Clinton í forsetakosningum Bandaríkjanna. 

I got my selfie!!! I really loved hearing her speak & hearing her goals for our country! #HillaryForPresident

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Aug 6, 2015 at 8:40pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes