Syndir í vinnuna og sleppir við umferðina

Benjamin David syndir í vinnuna.
Benjamin David syndir í vinnuna. skjáskot/Huffington Post

Þjóðverjinn Benjamin David var orðinn þreyttur á því að taka strætó eða hjóla í vinnuna á hverjum degi svo hann ákvað að byrja synda til vinnu í staðinn. En David sem vinnur í bjórgarði í Munich þarf að synda yfir ánna Isar til þess að komast í vinnu samkvæmt Huffington Post. 

Að sögn Davids er þetta ekki aðeins falleg og endurnærandi sundferð heldur er þetta einnig fljótlegasta leiðin í vinnuna. Þegar viðtalið var tekið var mikill straumur í ánni og tók ferðin um 12 mínútur. 

David syndir í blautbúningi en hefur föt til skiptanna auk tölvu meðferðis í vatnsheldum bakpoka. Ef hann syndir á veturna þá fer hann bara í stærri blautbúning. En hann syndir þó mest á sumrin þar sem áin getur verið ansi köld á veturna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Loka