Gjörsamlega óþekkjanleg sem Elísabet 1.

Leikkonan Margot Robbie á rauða dreglinum.
Leikkonan Margot Robbie á rauða dreglinum. AFP

Ástralska kvikmyndaleikkonan Margot Robbie leikur aðalhlutverkið í bíómynd um Elísabetu 1. sem var drottning Englands og Írlands árið 1558.

Í vikunni láku myndir af Robbie í hlutverki sínu á netið og furðaði fólk sig á því hversu óþekkjanleg hún var. Margir veltu einnig vöngum sínum yfir því hvort hún myndi vinna Óskarsverðlaun fyrir þessa frammistöðu. Flestir voru þá sammála um að förðunarfræðingur hennar ætti verðlaun skilið. 

Leikkonan var með stutt rautt hár í skósíðum svörtum kjól með ör í andlitinu, sem líklega á að vera eftir bólusótt, en það er algjör andstæða við útlit hennar í raun. Robbie er þekkt fyrir að vera glæsileg í útliti og með heillandi yfirbragð. 

Aðdáendur hennar fóru að rifja upp allar umbreytingar hennar á Twitter og er stórskemmtilegt að sjá hversu vel er hægt að umbreyta leikkonunni gersamlega.

Robbie er þekktust fyrir leik sinn í stórmyndunum Wolf of Wall Street og Suicide Squad en lék einnig í sjónvarpþáttunum Neighbours í sex ár. 

Margot Robbie er óþekkjanleg í hlutverki sínu sem Elísabet 1.
Margot Robbie er óþekkjanleg í hlutverki sínu sem Elísabet 1. Skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes