Chelsea Clinton kemur Trump til varnar

Þessi stuttermabolur og stuttbuxur vöktu athylgi Daily Celller.
Þessi stuttermabolur og stuttbuxur vöktu athylgi Daily Celller. mbl.is/AFP

Fyrrverandi forsetadóttirin Chelsea Clinton á auðvelt með að setja sig í spor hins 11 ára gamla Barrons Trumps. En Barron, sem er sonur Donalds og Melaniu Trump, var gagnrýndur í dagblaðinu Daily Celler fyrir að vera í venjulegum stuttermabol og stuttbuxum. 

Barron var að fara um borð í einkaflugvél forsetans þegar myndin af honum var tekin. Fréttin um klæðaburð Barrons hefur ekki farið vel í fólk enda finnst flestum að börn eigi að fá að vera í friði, meira að segja þó að umrætt barn sé barn valdamesta stjórnmálamanns í heimi. 

Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu og bað fjölmiðla að láta Barron í friði. Chelsea Clinton, dóttir Bills og Hillary Clinton, bað einnig fjölmiðla að láta Barron í friði en í tísti sínu bað hún líka fólk að leyfa honum að eiga barnæsku sína í friði. 

Melania Trump þakkaði síðan Chelsea fyrir stuðninginn á Twitter. „Svo mikilvægt að styðja öll börn til að vera þau sjálf,“ stóð í tístinu. 

Chelsea Clinton þekkir það að vera barnd forseta Bandaríkjanna.
Chelsea Clinton þekkir það að vera barnd forseta Bandaríkjanna. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes