Hult gerir kvikmynd á íslensku

Maximilian Hult ræðir við leikarana Jóel I. Sæmundsson, Þóru Karítas …
Maximilian Hult ræðir við leikarana Jóel I. Sæmundsson, Þóru Karítas Árnadóttur og Björn Thors. Lengst til vinstri sést Áslaug Konráðsdóttir skrifta. Ljósmynd/Sigga Ella/LittleBig Productions

Sænski kvikmyndaleikstjórinn Maximilian Hult hefur hafið tökur á næstu kvikmynd sinni, Pity the Lovers, hér á landi og er hún eingöngu með íslenskum leikurum og tekin upp á íslensku. Leikarar í myndinni eru Björn Thors, Jóel I. Sæmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sigurður Karlsson, Edda Björgvinsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Hafdís Helga Helgadóttir o.fl.

Pity the Lovers

er rómantísk gamanmynd og hófust tökur á henni 24. ágúst sl. og eru þær langt komnar. Framleiðslufyrirtæki myndarinnar er sænskt, LittleBig Productions, en Anna G. Magnúsdóttir er annar tveggja eigenda þess. Anna segir ástæðuna fyrir því að myndin er tekin upp hér á landi með íslenskum leikurum þá að Hult hafi tekið upp á Íslandi áður og líkað vel. Auk þess hafi 25% endurgreiðsla á framleiðslukostnaði íslenskra sem erlendra framleiðenda kvikmynda sem teknar eru upp hér á landi skipt máli þegar kom að fjármögnun myndarinnar. Ef þurft hefði að leita frekara fjármagns frá Svíþjóð hefðu tökur frestast um ár.

Anna segir að í raun komi Íslendingar algjörlega að myndinni, að undanskildum leikstjóranum, hinu sænska framleiðslufyrirtæki og sænskum leikmyndahönnuði.

Hult á að baki sænsk-íslensku kvikmyndina Hemma sem tekin var upp á Eyrarbakka og sýnd hér á landi fyrir þremur árum. Sú kvikmynd hlaut mörg verðlaun og prýðilega gagnrýni í Svíþjóð þegar hún var sýnd þar. Hult er einnig handritshöfundur Pity the Lovers og segir Anna að myndin líti mjög vel út, leikararnir stórgóðir og tökur hafi gengið vel til þessa.

Bræður í krísu

Pity the Lovers hefur enn ekki hlotið íslenskan titil en í henni segir af bræðrum sem eiga erfitt í ástalífinu og takast á við þann vanda með ólíkum hætti. Annar forðast náin sambönd en hinn á í hverju stuttu sambandinu á fætur öðru. Stefnt er að því að frumsýna myndina á næsta ári.

Haft er eftir Hult í tilkynningu að í fyrstu hafi honum ekki litist á blikuna að leikstýra á íslensku, þ.e. leikurum sem tala íslensku í myndinni, en þær áhyggjur hafi gufað upp þegar aðalleikarar hafi verið valdir og tökur hafist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes