Ég man þig vinnur til verðlauna í Þýskalandi

Úr kvikmyndinni Ég man þig.
Úr kvikmyndinni Ég man þig.

Kvikmyndin Ég man þig hlaut aðalverðlaunin á þýsku kvikmyndahátíðinni Fantasy Film Fest en tíu kvikmyndir tóku þátt í aðalkeppninni. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Yrsu Sigurðardóttur.

Á meðal sigurvegara undanfarinna ára eru myndir á borð við Beasts of the Southern Wild, District 9 og Brick. Film Fest er haldin í 31. skipti í ár og fór fram í sjö stærstu borgum Þýskalands í september.

Í umsögn dómara segir að Ég man þig sé sálfræðihrollvekja og ein svakalegasta draugamynd seinni ára. Þá er sagt að handritið sé listilega vel skrifað, kvikmyndatakan öll hin glæsilegasta undir styrkri leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Umsögnin er botnuð með þeim orðum að svona eigi að gera alvöru kvikmynd. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes