Eigin hjartsláttur og hljóð norðurljósanna

Mynd sem prýðir sólódisk Bergljótar Arnalds tekin á Snæfellsjökli. Náttúruhljóð, …
Mynd sem prýðir sólódisk Bergljótar Arnalds tekin á Snæfellsjökli. Náttúruhljóð, dýrahljóð og hjartsláttur eru hluti af verki Bergljótar.

„Mig langaði að prófa að semja lög út frá hjartslætti og nota náttúruhljóð í tónlist minni. Á sama tíma og tónlistin væri aðgengileg og falleg langaði mig að fara mínar eigin leiðir í tónlistarsköpuninni,“ segir Bergljót Arnalds, tónlistarkona, rithöfundur og leikstjóri, um fyrsta sólódisk sinn, Heart Beat. Útgáfutónleikar verða haldnir á morgun, laugardag, í Listasafni Einars Jónssonar og hefjast kl. 15. Listasafnið býður frían aðgang að safninu á meðan á tónleikunum stendur.

Á tónleikunum flytur Bergljót nokkur lög af disknum nýja, sem verið hefur í undirbúningi í 14 ár.

„Ég byrjaði að vinna að disknum árið 2003 og ætlaði að gefa hann út fyrir alllöngu. En svo ákvað ég að melta þetta betur og þróa. Í millitíðinni hef ég unnið með mörgum flottum listamönnum og Sena gaf meðal annars út barnadiskinn minn Stafakarlarnir með 35 lögum sem ég samdi. Heart Beat er fyrsti sólódiskurinn sem ég sendi frá mér,“ segir Bergljót og bætir við að þó að diskurinn hafi verið lengi í þróun hafi sama grunnhugmyndin og nafnið Heart Beat, eða hjartsláttur, haldið sér allan tímann. Nafn disksins hefur tvöfalda merkingu að sögn Bergljótar. Annars vegar hjartað sem slær og heldur í okkur lífinu og er tákn tilfinninga og hins vegar hrynjandinn sem fyrirfinnst í öllu. Hvernig öldur falla, jörðin snýst og sólkerfið.

„Við tengjumst öll saman, mennirnir og náttúran. Það er hugmynd mín á bak við tónlistina að skoða stundum hvenær tal breytist í laglínu og hvenær náttúruhljóð eins og hjartsláttur getur orðið að lagi. Ein melódían er til dæmis byggð á dropatónum sem ég heyrði falla í íshelli.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes