Veðja á konunglega trúlofun

Það virðist allt benda til þess að Harry Bretaprins og …
Það virðist allt benda til þess að Harry Bretaprins og Meghan Markle trúlofi sig á næstunni. mbl.is/AFP

Beðið er eftir trúlofunartilkynningu Harry Bretaprins og Meghan Markle. Veðmangarar beina nú sjónum sínum að kærustuparinu. 

Talið er að tilkynnt verði um trúlofun á næstunni eftir að veðmangarar hættu að veðja á annað konunglegt brúðkaup. Ástæðan er sú að talið er að tilkynnt verði um trúlofun á næstu dögum og það sé búið að gera ráð fyrir henni á dagskrá BBC. Virðast veðmangarar vita eitthvað meira en almenningur og taka því enga áhættu þar sem tilkynningar er að vænta. 

Fulltrúi veðmálafyrirtækisins Ladbrokers sagði í viðtali við Daily Mail að áhugafólk um konungsfjölskylduna elskaði jólatrúlofun og að fyrirtækið byggist við henni á næstunni. 

Skötuhjúin eru búin að vera saman í tæpt eitt og hálft ár og voru saman á opinberum viðburði í Kanada í haust. Markle er sögð flutt til Lundúna eftir að íbúð hennar í Toronto var tæmd á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes