McCartney beint í efsta sætið

Sir Paul McCartney er kominn aftur á toppinn.
Sir Paul McCartney er kominn aftur á toppinn. AFP

Sir Paul McCartney fór beint í efsta sæti bandaríska Billboard 200-listans með sína nýjustu plötu Egypt Station. Þetta er í fyrsta sinn í 36 ár sem honum tekst það og í fyrsta sinn á ferlinum sem hann kemur sólóplötu beint á topp listans.

Síðasta plata hans sem komst á topp Billboard-listans var sjöunda sólóplatan hans Tug of War sem dvaldi þar í þrjár vikur árið 1982.

Egypt Station, sem kom út 7. september, seldist í 153 þúsund eintökum fyrstu viku á lista.

Þetta 36 ára hlé McCartney er það næstlengsta í sögu Billboard-listans. Sveitasöngvarinn sálugi Johnny Cash á lengsta metið en 36 ár, tíu mánuðir og níu dagar liðu á milli American V: A Hundred Highways og plötunnar sem kom þar á undan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav