Hatari fulltrúi Íslands í Eurovision

Hatari á sviðinu í kvöld.
Hatari á sviðinu í kvöld. mbl.is/Eggert

Hljómsveitin Hatari verður fulltrúi Íslands í Eurovision-keppninni sem fram fer í Tel Aviv í Ísrael um miðjan maí með lagið Hatrið mun sigra. Hatari hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi en Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað?

„Tilfinningin er óttablandin virðing gagnvart þessu verkefni sem þjóðin hefur falið okkur,“ voru fyrstu viðbrögð Matthíasar Tryggva, annars söngvara Hatara á sviðinu í Laugardalshöll eftir að sigur sveitarinnar lá fyrir.

„Þetta er samkvæmt áætlun Svikamyllu ehf. Við erum einu skrefi nær því að knésetja kapítalismann,“ bætti hann síðan við.

Hatari fer til Tel Aviv í maí.
Hatari fer til Tel Aviv í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hér að neðan má sjá tónlistarmyndband lagsins Hatrið mun sigra, í flutningi Hatara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes