Cleese er brjálaður yfir ákvörðun BBC

John Cleese er allt annað en sáttur við ákvörðun BBC.
John Cleese er allt annað en sáttur við ákvörðun BBC. Mynd/mbl.is

Breski leikarinn John Cleese er vægast sagt ósáttur með þá ákvörðun breska ríkisútvarpsins að taka þátt úr gamanþáttaröðinni Hótel Tindastóll (e. Fawlty Towers) úr sýningu. Þátturinn var fjarlægður úr efnisveitu BBC vegna kynþáttaníðs einnar persónu.

Cleese, sem er líklega frægastur fyrir að vera hluti af Monty Python-genginu, er einn höfunda og aðalleikari þáttanna. Segir hann ákvörðun BBC vera huglausa og heigullega. BBC greinir frá.

„Maður hefði vonað að einhver hjá BBC myndi skilja að það eru tvær leiðir til að gera grín að mannlegri hegðun. Önnur er að ráðast beint á hana. Hin er að láta einhvern sem er augljósalega grínpersóna tala fyrir slíkri hegðun,“ tísti leikarinn og var ekki búinn.

„En þetta er ekki bara heimska. BBC er nú rekið af blöndu af markaðsfólki og lítilfjörlegum kerfiskörlum. Áður fyrr starfaði þar fjöldi fólks sem kunni að framleiða sjónvarpsefni — en ekki lengur. Ákvarðanir BBC eru teknar af fólki sem hefur aðallega áhyggjur af því að missa störfin sín.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant