Nágrannar Harrys og Meghan pirraðir á flutningunum

Harry og Meghan hafa valdið usla í Montecito.
Harry og Meghan hafa valdið usla í Montecito. AFP

Íbúar í Montecito í Kaliforníu í Bandaríkjunum eru síður en svo ánægðir með það sem fylgir nýjustu íbúum hverfisins. Hvert sem þeir fara eru ferðamenn, þyrlur og blaðaljósmyndarar að leita að Harry Bretaprinsi og Meghan hertogaynju. 

Harry og Meghan festu kaup á húsi í hverfinu fyrr í sumar. Hjónin hafa lítið látið á sér bera í hverfinu og hafa aldrei sést þar en þrátt fyrir það hafa þau valdið usla.

Samkvæmt heimildum TMZ er mikið um blaðaljósmyndara í hverfinu og í næstu verslunarmiðstöð. Þá fljúga þyrlur þar yfir allt að fjórum sinnum á dag. Hið konunglega par hefur líka dregið ferðamenn að hverfinu og segja verslunareigendur að mikið hafi borið á því að ferðamenn spyrji hvort sést hafi til Harrys og Meghan. 

Montecito hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að vera rólegheitahverfi þar sem blaðaljósmyndarar eru sjaldséðir þrátt fyrir að frægt fólk eigi heima þar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes