Mótmælti einn og ætlar ekki að gefast upp

Maurizio mótmælti bresku krúnunni við sendiráð Bretlands á Laufásvegi í …
Maurizio mótmælti bresku krúnunni við sendiráð Bretlands á Laufásvegi í gær. mbl.is/Óttar

Ítalski lýðveldissinninn Maurizio Tani var einn síns liðs fyrir utan breska sendiráðið í gær þar sem hann mótmælti bresku krúnunni. Slök mæting virðist þó ekki stöðva hann, en Maurizio kveðst ekki ætla að gefast upp.

„Ég ætla að skipuleggja miklu betri mótmæli næst,“ segir Maurizio, en hann hafði verið að vinna sem bílstjóri fyrr um daginn og hafði því ekki mikinn tíma til þess að skipuleggja mótmælin.

Maurizio hafði vonast til að fá fleiri á mótmælin með því að bjóða upp á ítalskt súkkulaði. Hann lítur þó á björtu hliðina. „Ég sparaði allavega súkkulaði.“

„Ég ætla ekki að gefast upp,“ heldur hann áfram. „Ég ætla alla vega ekki bara að bíða þar til að Karl III. deyr.“

Ætlaði sjálfur til Bretlands

Maurizio er félagi í samtökunum Republic, eða Lýðveldi. Sem félagi í Lýðveldi lítur Maurizio svo á að það sé hans borg­ara­lega skylda að mót­mæla konungdæm­inu og hvetja Breta um leið til þess að taka upp lýðveld­is­stjórn­ar­far.

Lögreglan í Lundúnum handtók mótmælendur úr röðum Republic í gær. Maurizio ætlaði sjálfur að fara til Bretlands að mótmæla með þeim en komst ekki vegna vinnu.

„Við ætlum að hittast fljótlega og sjá til hvað við getum gert. Ég veit ekki alveg af hverju þau voru handtekin,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg