Dánarorsök Lisu Marie Presley gerð kunn

Lisa Marie Presley lést í janúar síðastliðnum.
Lisa Marie Presley lést í janúar síðastliðnum. AFP/Chris Delmas

Söngkonan Lisa Marie Presley, einkadóttir rokkgoðsagnarinnar Elvis Presley, lést af völdum þarmastíflu. Samkvæmt skýrslu réttarlæknis var stíflan afleiðing samgróninga af völdum efnaskiptaaðgerðar sem Presley gekkst undir fyrir nokkrum árum. 

BBC greinir frá því að embætti ríkislæknis Kaliforníu hafi úrskurðað í vikunni að Presley hafi látist af náttúrulegum orsökum. Presley fannst á heimili sínu eftir að hafa farið í hjartastopp, sem að sögn réttarlæknis var af völdum þarmastíflunnar. Í skýrslunni kemur fram að slík stífla sé algengur fylgikvilli efnaskiptaaðgerða. 

Presley lést 12. janúar síðastliðinn eftir að hafa verið flutt í skyndi á sjúkrahús í Kaliforníu, 54 ára að aldri. Hún kom síðast fram opinberlega á Golden Globe-hátíðinni einungis tveimur dögum fyrir andlát sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg