Hvetur raunveruleikastjörnur til að fara í verkfall

Bethenny Frankel vill bæta kjör raunveruleikastjarna.
Bethenny Frankel vill bæta kjör raunveruleikastjarna. AFP/Dua Dipasupil

Raunveruleikastjarnan Bethenny Frankel telur að raunveruleikastjörnur eigi að slást í hópinn með leikurum og handritshöfundum og fara í verkfall. Segir hún að raunveruleikastjörnur hafi alltaf verið neðst í virðingarstiganum sem skemmtikraftar, þrátt fyrir að hafa haldið sjónvarpsiðnaðinum uppi síðast þegar handritshöfundar fóru í verkfall.

Kemur þetta fram í nýlegu myndbandi sem Frankel deildi á Instagram. Segir hún af og frá að raunveruleikastjörnur græði á tá og fingri og eigi að þakka fyrir tækifærið sem sjónvarpsstöðvar hafi gefið þeim. Tekur hún sem dæmi að hún hafi sjálf fengið greidda rúmlega sjö þúsund bandaríkjadali fyrir fyrstu þáttaröðina af raunveruleikaþáttunum Real Housewives of New York City. Hins vegar sé fólk enn að horfa á þættina á streymisveitum en hún fái engar uppbótartekjur fyrir áhorfið.

Hvetur hún raunveruleikastjörnur til að hætta að taka upp efni þar til efni sem þær fá ekki greitt fyrir er tekið niður. Þær eigi líka skilið að fá uppbótartekjur, rétt eins og leikarar og handritshöfundar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg