Ekkert til sem heitir samþykki 14 ára

Samsett mynd af franska leikstjóranum Benoit Jacquot frá árinu 2014 …
Samsett mynd af franska leikstjóranum Benoit Jacquot frá árinu 2014 og Judith Godreche frá því í fyrra. AFP/Francois Guillot og Lou Benoist

Frönsk leikkona hefur sakað leikstjóra sem er 25 árum eldri en hún um að hafa lokkað hana í samband þegar hún var á táningsaldri.

Judith Godreche, 51 árs, sagði um síðustu helgi á Instagram að leikstjórinn Benoit Jacquot hefði notfært sér hana þegar hún var berskjölduð leikkona undir lögaldri.

Jacquot, 76 ára, svaraði ekki fyrirspurn AFP-fréttastofunnar um viðbrögð við þessu.

View this post on Instagram

A post shared by Quotidien (@qofficiel)

„Í heljargreipum“

Godreche segist hafa hitt Jacquot þegar hún var 14 ára og verið „í heljargreipum hans” í sex ár. Hún lék í tveimur kvikmyndum sem hann leikstýrði, Les Mendiants árið 1988 og La Desenchantee árið 1990.

Hún ákvað að tjá sig eftir að hún uppgötvaði að hann hefði stært sig af því í heimildarmynd frá árinu 2011 að samband þeirra hefði verið refsivert og að kvikmyndaheimurinn hefði hylmt yfir.

Benoit Jacquot á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2018.
Benoit Jacquot á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2018. AFP/Tobias Schwarz

„Ég kastaði upp,” sagði Godreche við sjónvarpsstöðina TMC er hún sá hann monta sig af því að hafa sloppið við refsingu. „Það er ekkert til sem heitir samþykki þegar þú ert 14 ára,” sagði hún. „Ég var ekki dregin á tálar. Hann stjórnaði mér algjörlega.”  

Ásakanir Godreche koma fram á sama tíma og franska kvikmyndasamfélagið hefur verið sakað um að hafa gert lítið til að stemma stigu við kynjamismunun og kynferðismisnotkun í áratugi.

Hæst hafa borið ásakanir í garð frönsku kvikmyndastjörnunnar Gerards Depardieu sem hefur verið ákærður fyrir nauðgun, auk þess að vera sakaður um mörg önnur kynferðisbrot.

Judith Godreche á kvikmyndahátíð í Frakklandi í fyrra.
Judith Godreche á kvikmyndahátíð í Frakklandi í fyrra. AFP/Lou Benoist
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg