Elmo spurði og heimurinn svaraði

Elmo er annt um líðan fólks.
Elmo er annt um líðan fólks.

Viðbrögðin stóðu ekki á sér þegar Elmo, aðalpersónan úr barnaþáttunum Sesame Street, spurði aðdáendur sína hvernig þeir hefðu það á X. 

„Elmo er bara að athuga með ykkur! Hvernig hafið þið það?“ skrifaði Elmo á miðilinn.

„Heimurinn er að brenna Elmo,“ svaraði einn og svo hrönnuðust svör frá notendum sem sögðust alls ekki hafa það nógu gott um þessar mundir. Á tveimur sólarhringum hafa 14 þúsund svarað færslunni og yfir 50 þúsund endurbirt hana.

„Elmo ég er dapur og fátækur,“ svaraði annar notandi. „Konan mín fór frá mér, dóttir mín ber enga virðingu fyrir mér, vinnan mín er grín. Ertu með fleiri spurningar Elmo? Jesús,“ skrifaði sá þriðji. 

Ekki voru þó öll svör á þessa leið og sögðust einhverjir hafa það alveg ágætt, jafnvel vera á góðum stað í lífinu. 

Viðbrögðin hafa vakið mikla athygli um heim allan og fjölmiðlar beggja vegna Atlantsála fjallað um þau.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, endurbirti færsluna og hrósaði Elmo fyrir að spyrja hvernig fólk hefði það. 

Vilja jafnframt vita hvernig Elmo hefur það 

Í gær setti Elmo síðan inn aðra færslu á X þar sem hann þakkaði fyrir viðbrögðin og kvaðst glaður að hafa spurt hvernig fólk hefði það. 

„Vá! Elmo er glaður að hafa spurt! Elmo lærði að það er mikilvægt að spyrja vini sína hvernig þeir hafa það. Elmo mun tékka á ykkur aftur fljótlega vinir. Elmo elskar ykkur.“

Viðbrögðin við þeirri færslu hafa heldur ekki látið á sér standa og margir sem þakka Elmo fyrir að hafa látið sig aðra varða. Það eru þó ekki einungis einstaklingar sem þakka Elmo heldur einnig fyrirtæki.

Sem dæmi skrifaði Spotify „takk Elmo“ við færsluna og Xbox þakkaði Elmo fyrir að hlusta. 

Margir virðast þó jafnframt hafa áhyggjur af Elmo og spyrja því til baka hvernig hann hefur það. 

„Þú sagðir okkur aldrei hvernig þú hefur það Elmo?“

Mikilvægt að segja frá líðan sinni 

Bandaríska dagblaðið Washington Post fjallaði um viðbrögð við færslu Elmos og tengja hana við vaxandi vanlíðan fólks. Það hafi orsakað þau viðbrögð sem Elmo hlaut við þessari hversdagslegu spurningu.

Er bent á að um helmingur Bandaríkjamanna séu einmana og að sífellt fleiri segi geðheilsu sína verri. 

Hér á landi eru ýmsir opinberir aðilar sem veita ráðgjöf og stuðning við fólk sem upplifir vanlíðan, þunglyndi eða depurð. 

Meðal þeirra er Rauði krossinn, en bæði er hægt að hafa samband við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins í símanúmerið 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is. Auk Rauða krossins er hægt að hafa samband við hjúkrunarfræðing í netspjalli á heilsuveru. 

Þá er jafnframt hægt að hafa samband við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna, 552-2218, upplifi fólk sjálfsvígshugsanir. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg