Blunt án eiginmannsins á Bafta

Emily Blunt var glæsileg.
Emily Blunt var glæsileg. AFP

Stórleikkonan Emily Blunt vakti sérstaka athygli á rauða dregli Bafta-kvikmyndaverðlaunanna sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Lundúnum á sunnudag.

Leikkonan, sem var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í Oppenheimer, ljómaði í glæsilegum kjól frá Elie Saab. Margir pældu þó aðeins í því af hverju eiginmaður Blunt væri ekki við hlið hennar á þessu stóra kvöldi. 

Blunt, sem er vön að sækja slíka viðburði ásamt eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum John Krasinski, leiddi foreldra sína, Joönnu og Oliver Blunt, niður rauða dregilinn í þetta sinn.

Skilnaðarorðrómur skók Hollywood

Leikarahjónin, sem hafa verið gift frá árinu 2010, vöktu mikla athygli í upphafi ársins er þau mættu á Golden Globe-verðlaunahátíðina.

Saklaust myndskeið sem sýndi Krasinski hvísla að eiginkonu sinni á rauða dreglinum fór eins og eldur í sinu um netheima og voru allir á því að Blunt og Krasinski, eða Krunt eins og hjónin kalla sig, væru að skilja.

Margir töldu Krasinski hafa sagt: „I can't wait to di­vorce,“ eða „ég get ekki beðið eft­ir að skilja,“ en leikarahjónin hafa bæði sagt það vera uppspuna. 

Emily Blunt og John Krasinski á Golden Globe-verðlaunahátíðinni.
Emily Blunt og John Krasinski á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. AFP

Oppenheimer kom, sá og sigraði á bresku verðlaunahátíðinni. Blunt laut þó í lægra haldi fyrir Da’Vine Joy Randolph sem sigraði fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Holdovers.





mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg