„Hætti nánast við eftir hvert viðtal“

Eyjamærin Sísí Ástþórsdóttir hét sjálfri sér því fyrir stuttu að byrja að stíga út fyrir þægindarammann. Stuttu síðar var hringt til hennar og henni boðið að taka þátt í The Voice. Hún sagði nei.

Skrefið út fyrir þægindarammann fannst henni í fyrstu fulllangt, en eftir að hún kynntist uppsetningunni á þættinum og fékk stuðning og þrýsting héðan og þaðan, tókst að tala hana inn á þátttöku. „Ég hætti nánast við eftir hvert einasta viðtal,“ sagði Sísi sem fannst aðdragandinn erfiður. En hún hélt áfram. „Betra að sjá eftir einhverju sem þú hefur gert en að sjá eftir einhverju sem þú gerðir ekki,“ sagði Sísí.

Hún steig á svið og söng lagið Jar of Hearts með Christina Perry í áheyrnarprufum The Voice í þeirri von um að heilla þjálfarana. Það tókst og kaus Sísí að ganga til liðs við þjálfarann Unnstein Manuel.

Söngurinn fannst Sísí auðveldari en nokkur annar hluti keppninnar. Myndavélarnar, athyglin og viðtölin finnst henni talsvert erfiðari.

Sísí hafði lítið komið fram fyrir keppnina, en það eru aðallega börnin hennar þrjú sem hafa notið söngsins. Það er þó helst rétt áður en þau sofna. Á öðrum tímum fá þau stundum nóg og þá kemur fyrir að Sísí sé vinsamlegast beðin um að þagna.

Til að kynnast Sísí og hennar tónlistarsmekk fengum við lista yfir átta efstu lögin á lagalistanum hennar þessa stundina:

  • Gold laces - Júníus Meyvant
  • Hyperballad - Björk
  • Cripple and the starfish - Anthony and the johnsons
  • Go - The chemical brothers
  • nude - Radiohead
  • Viðrar vel til loftárása - Sigurrós
  • Easy way out - Low Roar
  • Crossfade - Gus Gus
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes