Guðrún Árný og Audrey takast á í The Voice

Salka valdi lagið Hold back the River fyrir einvígi Guðrúnar Árnýjar Karlsdóttur og Audrey Freyju Clarke. Lagið er sungið af karlmanni en Salka valdi lagið ákveðin í því að söngkonurnar gerðu það að sínu eigin þegar þær flyttu það saman.

Guðrún Árný er mjög öflug söngkona og ekki öfundsvert að þurfa að mæta henni í Voice-einvígunum þar sem aðeins annar þátttakandinn heldur áfram. Audrey var þó hvergi smeyk, „ég er ótrúlega sátt með pörunina. Ég fékk pínu í magann því Guðrún er svo ótrúlega stór, mikil og kröftug söngkona. En ég fékk „kick“ út úr því.“

Guðrún Árný var ekki síður hrifin af pöruninni. „Við erum ólíkar söngkonur, hún er með ofsalega mýkt. Fallegan tón, það er gaman að radda hana í falsettu og svona. Við hljómum vel saman.“

Flutningur þeirra á laginu var einn sá glæsilegasti sem sést hefur á Voice-sviðinu og Audrey kom rækilega á óvart. Einvígið var svo jafnt að þjálfararnir voru ekki á eitt sáttir um það hvor ætti að halda sæti sínu í liði Sölku Sólar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes