Unga stúlkan með stóru röddina

Laufey Lín Jónsdóttir byrjaði þátttöku sína í The Voice á Whitney Houston lagi og flutningurinn skilaði henni sæti í liði Helga Björns. Því næst söng hún lagið  Will You Still Love Me Tomorrow í einvígunum á móti Ármanni Ingva. Þau fluttu lagið af svo mikilli innlifun að þjálfari þeirra, Helgi Björns, táraðist.

Í fyrsta þætti beinu útsendinganna var lagavalið nokkuð annað en hefur sést frá henni hingað til. Ballöðunum var skipt út fyrir U2 lagið I Still Haven‘t Found What I‘m Looking For.

Laufey var kynnt inn á sviðið sem „unga stúlkan með stóru röddina,“ sem er mjög viðeigandi. „Ég kemst ekki yfir þessa rödd, þú ert bara 16 ára, þetta var stórkostlegt!“ Sagði Svala Björgvins um flutninginn.

Twittverjar voru á sama máli, en fjöldi fólks dásamaði frammistöðu Laufeyjar á samfélagsmiðlinum.









mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren