The Voice Ísland slær heimsmet

Voice sviðið hefur orðið íburðameira með hverjum hluta keppninnar
Voice sviðið hefur orðið íburðameira með hverjum hluta keppninnar Mynd: The Voice

Landsmenn hafa slegið heimsmet í áhorfi á The Voice. Það er mat höfundarréttarhafans að þessari einni af vinsælustu hæfileikaþáttaröðum heims.

„Við erum mjög stolt af þeim glæsilega árangri sem The Voice hefur náð á Íslandi,“ segir Jelmar Hagen, leyfisstjóri sýningarréttarins að þættinum hjá Talpa Global B.V. Hann segir að hvergi í heiminum hafi markaðshlutdeild þáttarins verið meiri í sjónvarpi, en 61% sjónvarpsáhorfenda undir fimmtugu valdi þáttinn umfram annað efni síðasta föstudagskvöld. Alls 35% þjóðarinnar á aldrinum 12-80 ára stilltu á þáttinn í styttri eða lengri tíma.

„Heimsmet í hlutfalli. Það er náttúrlega afar íslenskt og frábær tilfinning,“ segir Pálmi Guðmundsson, forstöðumaður ljósvakamiðla hjá Símanum. 

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu Sagafilm, er  í skýjunum yfir viðtökunum. „Við lögðum mikið á okkur að finna góða söngvara í þáttinn og teljum að þeir séu ein helsta ástæða velgengninnar. Söngvararnir hafa alla burði til að auðga íslenska tónlist.“

Aðeins fjórir komast áfram í lokaþáttinn
Aðeins fjórir komast áfram í lokaþáttinn

Íslendingar voru ekki síður duglegir að tísta um þáttinn, en síðasti þáttur sló líka öll fyrri met sín á Twitter þar sem 1.586 færslur birtust um þáttinn, en fyrra met var 499 færslur.

Í kvöld fer í loftið annar þáttur beinu útsendinganna og næstsíðasti þáttur í Voice. Nú er sú breyting á að þjálfararnir eru aðeins álitsgefandi, hvaða þátttakendur komast í lokaþáttinn ræðst alfarið í símakosningu, valið liggur hjá þjóðinni.

Það er öflugur hópur söngvara sem stígur á stokk í …
Það er öflugur hópur söngvara sem stígur á stokk í kvöld
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes