Stökk að fara fram fyrir myndavélina

Eiríkur Hafdal sigraði söng-einvígi á móti Melkorku Rós Hjartardóttur í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Saman sungu það lagið Locked out of Heaven með Bruno Mars og þjálfararnir voru sammála um að Eiríkur ætti sigurinn skilið. Einvígið var eigi að síður glæsilegt og söngvararnir náðu vel saman. „Þau eru bæði mjög hress, þau gætu verið svona ofurdúó,“ sagði Logi Pedro, aðstoðarþjálfari Unnsteins Manúels, þjálfara þeirra beggja.

Eiríkur er ekki óvanur aðstæðum eins og í upptökuveri The Voice, þó í öðru hlutverki. „Ég er upptökumaður og vanur að vera fyrir aftan myndavélina. Það var dálítið stökk að fara fram fyrir hana, sminnkaður og að standa í öllum ljósunum.“

Þessi gaur aftur?

Eiríkur hafði velt því fyrir sér að taka þátt í fyrri þáttaröðinni sem sýnd var í fyrra, en ákvað að bíða og sjá hvernig þættirnir gengju. „Svo heyrði maður svo góðar sögur af þessu og að þetta væri fínn pallur, ef manni gengi vel það er að segja.“ Það var fleira sem hélt aftur af Eiríki, en hann tók þátt í sjónvarpsþáttunum Idol fyrir 11 árum, þeir eru áþekkir The Voice. „Ég var mjög efins hvort ég ætlaði að taka þátt í raunveruleikasjónvarpi aftur, ég var hræddur um að heyra, „oh þessi gaur aftur“.“ 

Eiríkur kemur bæði fram einn með gítarinn eða hefur með sér fleiri tónlistarmenn.

Sonurinn að æfa Smoke on the Water

Tónlistinni deilir Eiríkur meðal annars með börnunum sínum, og gaf hann 9 ára syni sínum gítar að gjöf í sumar. „Hann var ekki nógu iðinn að spila á hann, svo sýndi ég honum lagið Smoke on the Water með Deep Purple, sem hann er svo búinn að vera að æfa síðan.“

Eiríkur á tvær stelpur sem hann segir söngelskar heima fyrir en ekki jafn hrifnar af því að syngja fyrir aðra, en að þær séu mjög fljótar að læra. „Það eru límheilar, maður spilar lag einu sinni eða tvisvar fyrir þær og þá eru þær farnar að syngja það, alveg ótrúlegt!“

Pjúra poppari

Pjúra poppari eru orðin sem Eiríkur notar til að lýsa sér en hann er að eigin sögn mikil alæta á tónlist og ástríðan er greinileg. „Ég er ekki lærður á söng og gítar, það er áhuginn sem dregur mig áfram. Sérstaklega þegar ég var unglingur, ég byrjaði reyndar sem trommari og færði mig í sönginn þegar ég var 16 ára. Ég lærði svo að spila á gítar á Youtube, þetta er aðallega æfing og ég sé eftir að hafa ekki byrjað að æfa fyrr.“

Það er nóg að gera í tónlistinni hjá Eiríki sem kemur reglulega fram bæði í veislum og á skemmtistöðum í Reykjavík. „Ég tek að mér að koma fólki í stuð, svo einstöku brúðkaupsathafnir og svona, en ég er aðallega að koma fólki í gírinn. Ég spila líka mikið með Steina Bjarka sem er annar þátttakandi í Voice.“ Steini og Eiríkur byrjuðu að koma fram saman árið 2009 og gera enn. Þeir ræddu talsvert um The Voice í aðdraganda þátttökunnar. „Við töluðum mikið um þetta, meðal annars um að við myndum kannski keppa hvor á móti öðrum, en það yrði bara að hafa það.“

Eiríkur og Steini mynda saman dúóið Steinríkur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes