Unnsteinn: „Gæsahúð dauðans“

Unnsteinn átti mjög erfitt með að velja á milli Freyju Gunnarsdóttur og Tuma Hrannars Pálmasonar eftir einvígi þeirra í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. Þau sungu saman lagið All of Me með John Legend og flutningurinn var ekkert minna en glæsilegur. Unnsteinn ákvað að Freyja fengi að halda sínu sæti í hans liði, Salka stökk þá til og stal Tuma yfir í sitt lið og kom þannig í veg fyrir að hann félli úr keppni.

Æfir tónlist í klukkutíma fyrir skóla

Freyja er ein af yngstu keppendunum í The Voice Ísland og er greinilega mikill tónlistarunnandi. Hún hóf nám í Kvennaskóla Reykjavíkur í haust en skipti yfir í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ, meðal annars vegna nálægðar hans við Listaskóla Mosfellsbæjar, þar sem Freyja lærir á píanó og söng. „Mér finnst rosalega gott að fara í Listaskólann í eyðum á milli tíma og æfa mig. Ég fer líka oft í klukkutíma áður en skólinn byrjar.“

Þrír af fjórum þjálfurum sneru sér og vildu fá Freyju í sitt lið þegar hún söng lagið Omen með Sam Smith í blindprufum The Voice.

Prófar sig áfram í mismunandi tónlist

„Ég hef alltaf verið að semja fyrir sjálfa mig en ég var 14 ára þegar ég samdi fyrst lag sem ég sýndi öðru fólki,“ segir Freyja sem er mikill djassaðdáandi en semur sjálf fjölbreytta tónlist og er mikið í því að prófa sig áfram um þessar mundir. „Ég er að læra á forrit sem hjálpar mér að semja, ég er mikið að prófa mismunandi stíla og læra bara.“

Þátttökuna í Voice segir hún hafa víkkað sjóndeildarhringinn í tónlistinni enn frekar. „Unnsteinn er að kynna mig fyrir alls konar mismunandi hliðum á tónlistinni, hann er búinn að sýna mér rosalega mikið.“

Semur texta sem allir geta tengt við

Freyja semur ekki bara tónlist, hún semur textana við lögin sín líka. „Ég er með kvíða svo ég hugsa oft um það, t.d. um það hvað ég er komin yfir mikið, hugsa líka oft til fólksins sem ég lít upp til. Ég sem texta þannig að allir geti tengt við hann, ég er með mína sögu en einhver annar ætti að geta tengt sína sögu við hann líka.“

Tónlistin er stærsta áhugamál Freyju og draumurinn er að vinna við tónlist. „Ég þarf ekkert að verða risastór, bara að geta gert þetta á hverjum degi og hafa áhrif á aðra eins og Unnsteinn og fleiri eru búnir að hafa áhrif á mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes