Óvænt úrslit og stuldur

Rósa Björg Ómarsdóttir, Sigurjón Örn Böðvarsson og Eiríkur Hafdal mættust í því sem verður að teljast eitt besta einvígi síðasta þáttar í The Voice Ísland. Saman sungu þau lagið A Mans World með James Brown, sem þau útsettu sjálf, og börðust um áframhaldandi sæti í liði þjálfara þeirra, Unnsteins Manúels.

Fyrir þáttinn hefðu menn getað hugsað sér að Rósa færi inn í einvígið með ákveðna yfirburði þar sem hún hefur átt einna bestu gengi að fagna í þáttunum. Raunin var hins vegar sú að einvígið var hnífjafnt og þjálfararnir alls ekki sammála um hver ætti skilið að sigra.

Helgi Björns var fyrstur til að taka til máls. „Mér fannst þetta rosaflott, glæsilegt. Sýnduð öll hvað þið eruð frábærir söngvarar. Mér fannst kannski Sigurjón koma mér mest á óvart, ekki búinn að sýna þetta áður í keppninni. En Rósa og Eiríkur alveg geðveik. Ætli það sé ekki vegna þess að þú komst mér á óvart að ég segi Sigurjón?“

Salka Sól var hálforðlaus eftir flutninginn. „Mér finnst þetta ótrúlegt, sama hvernig þetta fer þá er þetta act sem þið þurfið að fara að selja á árshátíðir og svona dót. Þetta var geggjað og ef þið getið útsett þetta lag svona, og þetta er ekki auðvelt lag til að útsetja, þá er eitthvað meira sem þið getið gert. Rósa þú ert búin að vera í mjög miklu uppáhaldi hjá mér frá byrjun en Sigurjón, mér fannst þú flottastur í kvöld.“

Svala Björgvins var ekki síður hrifin af einvíginu. „Þetta var geggjaður flutningur, flottar raddir og maður fékk alveg gæsahúð þegar þið voruð að fara upp á þessa háu tóna, þið eruð öll frábær. Ég var að tengja rosalega mikið við Eirík svo ég myndi velja hann.“

Þegar upp er staðið var það Unnsteinn sem sat uppi með erfiðu ákvörðunina. „Ég er í alvörunni ekkert að segja eða bæta við. Ég ætla að velja Sigurjón.“

Það var ekki langur tími liðinn þegar Salka Sól ýtti á takkann sinn, stóð upp úr stólnum, breiddi út faðminn og sagði „Rósa“ og stal þar með Rósu yfir í sitt lið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes