Tilviljun réði því að sannleikurinn um barnarugling kom í ljós

Hjón, sem eru frá Malasíu og Kína, íhuga nú að grípa til lagalegra úrræða gagnvart sjúkrahúsi sem sendi þau heim með rangt barn fyrir tæpum 30 árum. Hjónin, sem grunaði ávallt að ruglingur hefði átt sér stað, hittu hinn raunverulega son sinn fyrir tilviljun í verslunarmiðstöð.

Nú getur svo farið að fjölskyldan þurfi að kljást við trúarleiðtoga í Malasíu vegna málsins. Sonurinn vill ekki aðeins taka upp kínverskt nafn heldur vill hann afneita Íslam, en það er eitthvað sem fólk gerir ekki svo auðveldlega í Malasíu.

Teo Ma Leong grunaði ávallt að fimmta barnið sitt væri ekki hans eigið.

Drengurinn var dökkur yfirlitum þegar hann var ungur og það leiddi til þess að nágrannarnir fóru að pískra sín á milli um að eiginkonan hefði haldið fram hjá eiginmanni sínum.

Á sama tíma grunaði raunverulegur sonur Teos að hann væri ekki sonur múslímahjóna frá Malasíu, en þau fóru með hann heim til sín frá sjúkrahúsi í Batu Pahat í Suður-Malasíu árið 1978.

Þegar drengurinn, Zulhaidi Omar, var 13 ára gamall fór hann að heiman þar sem honum fannst sem hann væri utanveltu.

Fyrir átta árum tók ein af systrum hans eftir honum er hann vann í verslunarmiðstöð.

Hún var sannfærð um að maðurinn væri lifandi eftirmynd föður síns og fékk alla fjölskylduna sína til þess að koma í verslunarmiðstöðina.

Eftir að hafa horft hvor á annan í smástund ræddu þeir saman og sannleikurinn kom í ljós.

Í framhaldinu leiddi DNA-próf það í ljós að mennirnir tveir væru faðir og sonur.

Nú hefur fjölskyldan greint opinberlega frá sögu sinni sökum þess að Zulhaidi vill taka upp kínversk nafn og afneita Íslam. Það er hinsvegar afar erfitt að gera slíkt í Malasíu þar sem trúaryfirvöld í landinu líta á afneitun trúarinnar sem alvarlega synd.

Ríkisstjórn Malasíu hefur hinsvegar hvatt til þess að trúaryfirvöld grípi til hagnýtari aðferða við að leysa málið, svo fjölskyldan geti sameinast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg