„Ég heiti Bond ... “

Breti nokkur er orðinn stórfrægur í þorpinu sem hann býr í í Króatíu vegna þess að hann hefur eftirnafnið Bond.

Honum hefur verið boðið í opinberar veislur og fólk leggur leið sína í timburkofann sem hann býr í ásamt tveim hundum eingöngu til að heilsa upp á hinn fræga herra Bond.

Þessi Bond ber að vísu skírnarnafnið Gavin. Hann er 38 ára húsasmiður frá London, sem fluttist til þorpsins Mokrice í Króatíu til að einfalda líf sitt. Ekki grunaði hann að nafnið myndi gera sig frægan.

„Ég heiti ekki einu sinni James, en það virðist ekki skipta neinu máli. Fólk ætlaði ekki að trúa mér þegar ég sagðist heita Bond, en þegar ég sýndi því passann minn varð það yfir sig hrifið.“

Bond hefur í krafti nafnsins hlotnast ýmiskonar heiður, m.a. var honum boðið að opna stórmarkað. „Fólk kemur og heimsækir mig í kofann bara til að segja „halló herra Bond“.“

Hann segist kunna vel við sig í fagurri náttúru í grennd við þorpið, og þyki gott að búa í timburhúsi fjarri skarkala stórborganna. Honum sé sama þótt fólk rugli sér saman við njósnarann 007. „Ég útskýrði vandlega að ég ætti ekkert skylt með James Bond, en fólk vill samt koma fram við mig eins og stórstjörnu. Því finnst skemmtilegt að segja frá því að það búi í sama bæ og herra Bond.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant