Höfuðverkurinn læknaður eftir 64 ár

Eftir að hafa verið með nær stanslausan hausverk í 64 ár fékk 77 ára gömul kínversk kona loks bót meina sinna þegar læknar fjarlægðu byssukúlu sem hafði setið föst í höfðinu á henni frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Jin Guangying varð á milli þegar til skotbardaga kom er hún var að færa föður sínum hádegisverð í september 1943, en faðir hennar var þá hermaður í Jiangsu-héraðinu í Austur-Kína. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Hún hafði ekki efni á því að fara í ítarlega læknisskoðun og það var ekki fyrr en nýlega að fjölskylda hennar sló lán þar sem heilsu hennar hrakaði mjög.

Röntgenmynd leiddi í ljós að um þriggja cm löng byssukúlu, sem talin er vera japönsk að uppruna, sat föst í höfði hennar.

Jin var 13 ára gömul þegar hún var skotin í höfuðið í Xinyi-sýslu í Jiangsu, þegar til skotbardaga kom á milli kínverskra og japanskra hermanna. Hún var ein af fáum sem komst lífs af úr þeim bardaga.

Hún náði bata um þremur mánuðum síðar en í framhaldinu fór hún brátt að finna fyrir höfuðverkjum.

„Þegar hún fékk höfuðverkjarköstin þá bablaði hún eitthvað sem við áttum erfitt með að skilja, það myndaðist froða í munnvikum hennar og þá sló hún stundum hnefanum í höfuðið á sér,“ sagði dóttir Jin við kínversku Xinhua-fréttastofuna.

Það tók lækna fjórar klukkustundir að fjarlægja ryðgaða byssukúluna úr höfði hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg