Allir í fangelsi fyrir farsímahringingu

Bandarískum dómara hefur verið vikið úr embætti fyrir að dæma að allir viðstaddir í réttarsal skyldu dúsa í fangelsi eftir að farsími fór að hringja í salnum en enginn kannaðist við að eiga símann.

Sérstök siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu, að dómarinn, Robert Restaino, hefði hagað sér eins og smámunasamur einræðisherra og enginn lagagrundvöllur hefði verið fyrir þessari ákvörðun hans. Um hefði verið að ræða 2 stunda óskiljanlegt brjálæði í dómssalnum.

Dómarinn segist hafa verið undir persónulegu álagi vegna heimilisaðstæðna þegar þetta gerðist.

Símhringingin örlagaríka kom í mars 2005 þegar Rastaino dómari var að dæma í heimilisofbeldismáli. Dómarinn brást hart við og tilkynnti að allir í salnum færu í steininn ef hann fengi ekki símann í hendur strax.

„Haldi einhver að ég sé að grínast, spyrjið einhverja þá sem hafa verið hér lengi. Þið farið öll í steininn!"

Öryggisverðir reyndu að finna símann en fundu ekki. Eftir smá hlé kom dómarinn aftur og bað símaeigandann enn að gefa sig fram. Þegar ekkert gerðist skipaði dómarinn svo fyrir, að allir í salnum, 46 manns, skyldu færðir í fangelsi og yrðu aðeins látnir lausir gegn 1500 dala tryggingu hver.

Áheyrendur og málsaðilar voru fluttir í fangelsi í Niagara City þar sem leitað var á þeim og þeir læstir inni í fangaklefa. 14 gátu ekki greitt tryggingu og voru fluttir í hlekkjum í annað fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vanrækt vin og verður nú að finna þér tíma til þess að bæta úr og sinna honum. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur vanrækt vin og verður nú að finna þér tíma til þess að bæta úr og sinna honum. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant