Bankaræningi fær ekki happdrættisvinninginn

Hinn hálfsextugi Timothy Elliot datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann vann í happadrætti. Næstu tuttugu ár ætti hann að fá 50.000 dali árlega, eða rúmar 3 milljónir króna, en óvíst er hvort nokkuð verður af því þar sem honum er meinað að stunda fjárhættuspil þar sem hann er á skilorði.

Elliot hefur þegar innheimt fyrstu greiðsluna en alls óvíst er hvort þær verða fleiri. Hann var nefnilega dæmdur fyrir bankarán í október árið 2006 og er á skilorði. Samkvæmt lögum er hinum meinað að stunda fjárhættuspil, kaupa happadrættismiða eða sækja nokkra staði þar sem fjárhættuspil fara fram.

Hann var í kjölfarið sendur á sjúkrahús vegna geðrænna vandamála, en ekki liggur fyrir hvort hann er enn í umsjá spítalans.

Talsmaður happadrættisins segir að það sé venjan að bera vinningshafa saman við lista bandarískra skattayfirvalda og athuga hvort viðkomandi kuldi skatt, en þetta sé í raun og veru nýtt mál, og það sé dómstóla að ákveða hvort Elliott fær vinninginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant