Viagra fyrir atkvæði

Frambjóðendur í væntanlegum þingkosningum í Thaílandi hafa reynt að tryggja sér atkvæði eldri manna með því að bjóða þeim Viagra í staðinn, að því er embættismenn í Bangkok greindu frá í dag.

Íbúar í úthverfi borgarinnar sögðu að frambjóðendur hefðu dreift lyfinu gegn loforði viðtakenda um að greiða þeim atkvæði í kosningunum, sagði Sayan Nopkham, embættismaður hjá borginni.

„Íbúar tjáðu mér að frambjóðendur hefðu gefið sér eina eða tvær Viagra-töflur. Svo komu þeir til mín og báðu um fleiri pillur, eða kaffi, og sögðust í staðinn vera reiðubúnir að kjósa bróður minn, sem er líka í framboði,“ sagði Nopkham við fréttamann AFP.

Löng hefð er fyrir atkvæðakaupum í Thaílandi, en lög sem banna slíkt voru nýverið hert. Þeir sem uppvísir verða að því að kaupa atkvæði eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi, og þeir sem selja atkvæði sitt allt að fimm árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg