Vann yfir sig og dó

Starfsmenn Toyota vinna mikla yfirvinnu.
Starfsmenn Toyota vinna mikla yfirvinnu. Reuters

Starfsmaður verksmiðju Toyota í Japan dó eftir að hafa unnið 106 yfirvinnutíma á mánuði.  Japanskur dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi unnið yfir sig og að ekkja mannsins skuli verða greiddar bætur.

Vinnueftirlit Toyota í Japan neitaði í fyrstu að greiða ekkjunni bætur vegna fráfalls mannsins, og sagði að hann hefði aðeins unnið 45 tíma í yfirvinnu mánuðinn áður en hann dó.  Starfsmaðurinn hneig niður í verksmiðju Toyota í febrúar 2002 og lést af hjartaáfalli.

Samkvæmt heimildum er óhófleg yfirvinna mikið vandamál í Japan, þar sem hinn venjulegi starfsmaður notar minna en helming af launuðu fríi sínu.  Árin 2005-6 fékk atvinnuráðuneytið 315 beiðnir um bætur frá fjölskyldum þeirra sem höfðu látist vegna sjúkdóma sem gætu talist vinnutengdir. 

Fréttavefur Reuters skýrði frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav