Gota með kærustuna í bandi vísað úr strætó

Gotinn Dani Graves, sem hefur kærustuna sína í hundaól, fékk ekki að fara með hana í strætó vegna ótta um að þau kynnu að vinna öðrum farþegum mein.

Graves er 25 ára og kærastan hans, Tasha Maltby, er 19 ára. Þau eiga heima í Dewsbury í Yorkshire í Bretlandi. Þau segja strætófyrirtækið Arriva Yorkshire hafa brotið á sér með því að þeim hafi verið vísað úr einum vagni og bannað að fara um borð í annan.

Strætófyrirtækið segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi, en tilvik Graves og Maltby sé til athugunar.

Graves sagði í viðtali við BBC: „Við erum vön því að horft sé á okkur og orð látin falla. En við bjuggumst ekki við þessu [í strætó]. Þetta er þjónusta fyrir almenning. Við vorum með strætókort og höguðum okkur á engan hátt óeðlilega sem strætófarþegar.“

Maltby segist sjálf hafa átt hugmyndina að því að ganga með hundaólina, en fyrri kærastar hafi sagt að hún væri „skrítin“ er hún stakk upp á því við þá.

Graves og Maltby segjast ákaflega ástfangin, og að hundaólin sé „til marks um traust.“ Graves segist gera allt fyrir hana, taka til fötin á hana, gefa henni að borða og þrífa íbúðina þeirra. Enginn myndi ætlast til þess að gæludýr sjái um matinn eða uppvaskið.

Maltby segist hæstánægð með að vera „gæludýr.“ Það sé mjög auðvelt líf. Einhverjum kunni að finnast þetta furðulegt, en hún hafi ákveðið þetta sjálf. „Þetta skaðar engan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren