Skilnaðardemantar til sölu

Demantar með sorgarsögu til sölu.
Demantar með sorgarsögu til sölu. mbl.is/Ómar

Hver kannast ekki við það leiðinda vandamál að geta ekki losað sig við afgangs demanta og skart eftir að elskhuginn sem gaf þá er horfinn á braut? Kannski ekki margir en eigi að síður hefur verið stofnuð vefsíða með skiptimarkaði fyrir einmitt slíka gripi.

Á vefsíðunni www.exboyfriendjewelry.com má sjá lista yfir hluti og lesa þær sorgarsögur sem þeim fylgja.

Ein kona er með ekki einn heldur tvo brúðarkjóla til sölu en kærastinn hætti við fyrra brúðkaupið og hljópst á brott fyrir það seinna en ekki fyrr en búið var að skipuleggja og greiða fyrir báðar veislurnar.

Ein stúlka vill losna við demantseyrnalokka sem hún segir að kærastinn hafi gefið henni en það var áður en hann sagði henni upp símleiðis er hún var að jafna sig eftir heilauppskurð.

Reuters skýrði frá þessari vefsíðu á fréttavef sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fjármálin eru ruglingsleg og því er þetta ekki rétti dagurinn til að taka mikilvægar ákvarðanir. Gerðu ekki ráð fyrir skyndilausnum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant